Útvegum endurskoðanda vegna áritunar fyrir reikningsskil félaga og fyrirtækja þegar þess er óskað eða krafist samkvæmt lögum.
Endurskoðun er það álit sem endurskoðandi lætur í té á reikningsskilum félagsins, um áreiðanleika fjárhagsupplýsinga og rekstrarhæfi. Endurskoðun er ekki gerð ársreiknings og reikningsskila, það er hlutverk reikningshaldara („Accountant“).
Ábyrgð endurskoðanda takmarkast við það álit sem hann gefur reikningsskilunum, en setji hann fyrirvara þá takmarkast ábyrgðin við fyrirvarann.
Stjórn ber ábyrgð á reikningsskilum félaga og leggur fram ársreikning. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra sem ber ábyrgð á daglegum rekstri.
a. Þegar félög fara fram úr tvennum af eftirfarandi stærðarmörkum tvö ár í röð, skal kjósa a.m.k. einn endurskoðanda eða endurskoðunarfélag:
b. Í félögum þar sem ekki eru lagðar hömlur á viðskipti með eignarhluta skal kjósa a.m.k. einn endurskoðanda.
c. Samvinnufélög, er hafa B-deild stofnsjóðs, skulu kjósa a.m.k. einn endurskoðanda.
d. Félög tengd almannahagsmunum:
Aðrar ástæður þegar kjósa þarf löggildan endurskoðanda: