Umsagnir viðskiptavina

Að gefnu tilefni getum við ekki nafngreint viðskiptavini okkar þar sem við heitum fullum trúnaði við okkar viðskiptavini. Það breytir því ekki að okkur þykir óskaplega vænt um þau fallegu orð sem viðskiptavinir okkar hafa um okkur. Því látum við nokkrar umsagnir flakka.

„Óskar hefur reynst okkur vel þegar mikið hefur legið við“

„Óskar Sigurðsson hefur frá stofnun xxxxx ehf. séð um öll skil á skattskýrslum og ársreikningagerð félagsins. Hefur samstarfið einkennst af góðum samskiptum og lipurri þjónustu. Sú vinna sem að Óskar skilar af sér er mjög vönduð, vel sett upp og auðvelt að nálgast þær upplýsingar sem að maður þarf úr gögnunum.“

„Útskýrir flókin atriði á mannamáli“